Starfssvið

Gerð erfðaskráa.

Það getur verið mikilvægt að ganga frá erfðaskrá. Lögbundin formsatriði eru flókin og því er aðstoð lögmanns mikilvæg.

Fasteignakaup. Gallamál. Innheimta kaupverðs.

Fasteignakaup eru ein mesta fjárfesting sem einstaklingar taka sér fyrir hendi á lífsleiðinni. Því er rétt að vanda alla vinnu og ákvarðanir við slík kaup. Þá geta komið upp vandamál eins og gallar í fasteignum. Mikilvægt er að sérfróðir aðilar komi að slíkum málum frá upphafi þannig að kaupendur eða seljendur missi ekki rétt sinn.

Starfsmannaréttur. Ráðning í störf.

Veitt er sérfræðiaðstoð við allt sem kemur að ráðningu í störf eða starfslok. Innheimta vangreiddra launa. Skaðabætur vegna ólögmætra uppsagnar. Einnig aðstoð við lausn ágreinings við vinnuveitendur og allt það sem við kemur vinnusambandi.

Starfsmannamál fyrirtækja og stofnanna.

Í boði er ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir vegna starfsmannamála.

Aðstoð við stéttarfélög og félagsmenn þeirra. 

Veitt er sérfræðiaðstoð til stéttarfélaga og landssambanda stéttarfélaga.

Tjónamál – Skaðabætur.

Öll aðstoð við að sækja bætur vegna tjóna. Er þá bæði átt við líkamstjón og tjón á munum og fasteignum. Boðið er upp á aðstoð við það þegar einstaklingar leita réttar síns gagnvart tryggingarfélögum. Um áratuga reynslu er að ræða í þessari þjónustu.

Skilnaðarmál – Sambúðarslit.

Veitt er sérfræðiaðstoð vegna skilnaðarmála og eins vegna mála er varða sambúðarslit.

Innheimta.

Veitt er aðstoð við að innheimta skuldir og aðrar fjárkröfur bæði einstaklinga, stofnanna og fyrirtækja.

Fasteignamat.

Aðstoð vegna ágreinings um fasteignamat og fleira því tengt.